Um Strandveiðifélag Íslands

Strandveiðifélag Íslands, félag um réttlæti í sjávarútvegi var stofnað þann 5.mars 2022 í gamla Stýrimannaskólanum að Öldugötu í Reykjavík. Stofnfélagar voru 170 manns.

Félagið telur nú um 240 manns og þegar á fyrsti starfsvikum þess er hafið kraftmikið starf við að berjast fyrir auknum veiðiheimildum á komandi vertíð, semja umsagnir um þingfrumvörp, standa í stappi við Fiskistofu og undirbúa smáforrit fyrir strandveiðimenn til ókeypis afnota  o.fl. Einnig hefur verið boðað til aukaaðalfundar þann 5.apríl nk.

Stjórn félagsins skipa:

Gunnar Ingiberg Guðmundsson, formaður
Sigurjón Þórðarson, Sauðárkróki
Gísli Páll Guðjónsson, Suðureyri
Sigurður Þórðarson, Reykjavík
Vigfús Ásbjörnsson, Höfn í Hornafirði
Hjörtur Sævar Steinason, Reykjavík
Þórólfur Júlían Dagsson, Reykjanesbæ
Álfheiður Eymarsdóttir, Selfossi

Hægt er að nálgast okkur með tölvupósti á netfang Strandveiðifélags Íslands

Félagið er þverpólitískt en berst fyrir hápólitísku málefni. Við álítum félagið standa í mannréttindabaráttu, baráttu fyrir frumbyggjarétti íbúa til að stunda handfæraveiðar til að hafa í sig og á.
Þetta eru umhverfisvænar veiðar, eftirsótt gæðahráefni, eflir sjávarbyggðir og atvinnulíf um land allt.
Breytingar á strandveiðikerfinu sem gerðar hafa verið frá því árið 2009 hafa ekki náð takmarki sínu: Að auka öryggi með því að útiloka ólympískar veiðar, að auka nýliðun og efla strandveiðar. Ekkert af þessu hefur gengið eftir.