Um Strandveiðifélag Íslands

Strandveiðifélag Íslands, félag um réttlæti í sjávarútvegi var stofnað þann 5.mars 2022 í gamla Stýrimannaskólanum að Öldugötu í Reykjavík. Stofnfélagar voru 170 manns.

Félagið telur nú um 280 manns og þegar á fyrstu starfsvikum þess er hafið kraftmikið starf við að berjast fyrir auknum veiðiheimildum á komandi vertíð, funda með Hafrannsóknastofnun og matvælaráðuneyti sem og ráðherra, semja umsagnir um þingfrumvörp sem og reglugerðir, samtöl við Fiskistofu vegna gjaldfærslu við afladagbækur og skil á þeim, undirbúa smáforrit fyrir strandveiðimenn til ókeypis afnota  o.fl. Aukaaðalfundur var haldinn þann 5.maí sl. vegna tæknilegra örðugleika á stofnfundinum sjálfum. Við höfum einnig fulltrúa í sjávarútvegsnefnd Matvælaráðherra. Stjórn félagsins hefur einnig undir höndum tilboð frá lögfræðingi ef  til málssóknar kemur.

Stjórn félagsins skipa:
Álfheiður Eymarsdóttir, starfandi formaður
Gísli Páll Guðjónsson, Suðureyri, gjaldkeri
Hjörtur Sævar Steinason, Reykjavík
Þórólfur Júlían Dagsson, Reykjanesbæ
Axel Már Waltersson, Vogum á Vatnsleysuströnd
Sigurður Þórðarson, Reykjavík
Vigfús Þórarinn Ásbjörnsson, Höfn í Hornafirði
Gísli Einar Sverrisson, Patreksfirði

Hægt er að nálgast okkur með tölvupósti á netfang Strandveiðifélags Íslands

Okkur er einnig flest að finna á Facebook og umræður um strandveiðar fara fram í spjallgrúppunni strandveiði- og ufsaspjallið en það er þó ótengt félaginu sjálfu. Einungis vettvangur fyrir skoðanaskipti, rökræður og upplýsingar.

Félagið er þverpólitískt en berst fyrir hápólitísku málefni. Strandveiðifélag Íslands er mannréttindafélag sem stendur í baráttu fyrir frumbyggjarétti allra íbúa til að stunda handfæraveiðar til að hafa í sig og á.
Þetta eru umhverfisvænar veiðar, eftirsótt gæðahráefni, eflir sjávarbyggðir og atvinnulíf um land allt.
Breytingar á strandveiðikerfinu sem gerðar hafa verið frá því árið 2009 hafa ekki náð takmarki sínu: Að auka öryggi með því að útiloka ólympískar veiðar, að auka nýliðun og efla strandveiðar. Ekkert af þessu hefur gengið eftir.